„Jarðlestarottan“ kann að hljóta lífstíðardóm

Freddie Johnson.
Freddie Johnson. AP

Tæplega fimmtugur karlmaður í Bandaríkjunum kann að eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um kynferðislega áreitni, en hann hefur verið handtekinn alls 53 sinnum, í langflestum tilvikum fyrir að þukla á konum í jarðlestum í New York.

Þegar maðurinn, Freddie Johnson, var síðast handtekinn fyrir þetta athæfi voru óeinkennisklæddir lögreglumenn að fylgjast með honum. Þeir höfðu borið kennsl á hann af lögreglumyndum.

Johnson hefur að minnsta kosti tvisvar sinnum verið fundinn sekur um ítrekaða kynferðislega áreitni á undanförnum áratug. Fjölmiðlar í New York eru gagnrýnin í garð yfirvalda fyrir að láta hann ganga lausan, og kallaði einn fjölmiðillinn hann „jarðlestarottuna.“

Hann var látinn laust úr fangelsi 25. mars, eftir að hafa afplánað fjögurra ára dóm fyrir ítrekuð kynferðisafbrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Fimmtudaginn 11. apríl

Miðvikudaginn 10. apríl

Þriðjudaginn 9. apríl

Mánudaginn 8. apríl

Loka