Grásteinn fluttur eftir helgi

Grásteinn, steinninn stóri sem stendur við Vesturlandsveg við heimreiðina að Keldum, verður fluttur eftir helgina. Sögur hafa gengið í gegnum tíðina um að í steininum búi álfar og því ekki ósennilegt að einhverjir vilji fylgjast með þegar steinninn verður fluttur.

Undirbúningur að flutningi steinsins hefst á mánudagsmorgun en ekki er víst að steinninn verði fluttur fyrr en á þriðjudag þar sem grafa þarf frá honum áður en flutningarnir sjálfir hefjast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert