Fimm pör tvíbura á leikskólanum á Þingeyri

Tvíburarnir í leiksóknanum á Þingeyri.
Tvíburarnir í leiksóknanum á Þingeyri. Mynd/Sonja Elín Thompson

Á leikskólanum Laufási á Þingeyri eru fimm pör tvíbura. Tvennir þessara tvíbura eru eineggja en þrennir eru tvíeggja. Þetta er sérstaklega merkilegt þegar litið er til þess að á leikskólanum eru "ekki nema" 32 börn og um þriðjungurinn því tvíburar. Að sögn Sonju Elínar Thompson, leikskólastjóra á Laufási, er þetta fyrsti veturinn þar sem þessu er svona háttað, en í fyrra voru þrennir tvíburar á leikskólanum.

Á myndinni hér til hliðar, sem Sonja Elín tók af tvíburunum, eru í aftari röð systurnar Heiðdís Birta og Hafdís Katla Jónsdætur (5 ára) og bræðurnir Anton og Brynjar Hjaltasynir (3 ára). Í fremri röð eru þau Birta Rós og Guðlaugur Rafn Daníelsbörn (2 ára), Jeremy og Caroline Jóhannesbörn (2 ára) og Dagur Ernir og Birna Filippía Steinarsbörn (1 árs).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka