Fyrstu lömbin líta dagsins ljós í Eyjafjarðarsveit

Fyrstu lömbin á þessu ári litu dagsins ljós á bænum Litla Dal í Eyjafjarðarsveit, hjá bændunum Kristínu Thorberg og Jónasi Vigfússyni, síðastliðinn mánudag. Um er að ræða tvær gimbrar undan á, sem ekki hefur borið áður. Það má því segja að vorboðarnir eru farnir að láta vita af sér dag eftir dag því í gær bárust fréttir af því að sést hafði til fyrstu lóunnar í nágrenni Hornafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert