Lið Verzlunarskólans vann í Gettu betur

Mikill fögnuður braust út þegar úrslitin lágu fyrir.
Mikill fögnuður braust út þegar úrslitin lágu fyrir. mbl.is/Golli

Lið Verzlunarskólans vann lið Borgarholtsskóla í bráðabana í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld og er þetta í fyrsta skipti sem skólinn vinnur þessa keppni. Þegar venjulegum fjölda spurninga var lokið var staðan jöfn, bæði lið með 21 stig. Í bráðabana hafði lið Verzlunarskólans betur í annarri spurningu og vann þ.a.l. 23:21.

Keppnin var jöfn og spennandi allan tímann en þegar ein spurning var eftir hafði Borgarholtsskóli þriggja stiga forskot. Síðasta spurningin var þríþrautin svonefnda sem gefur þrjú stig. Sýndar voru myndir af þremur leikurum sem höfðu allir leikið illmenni í James Bond kvikmyndum. Liðsmenn Verzlunarskólans gátu nefnt alla leikarana og myndirnar sem þeir léku í og jöfnuðu þar með metin. Þeir svöruðu síðan tveimur bráðabanaspurningum og titillinn var þeirra.

Í sigurliði Verzlunarskólans voru Björn Bragi Arnarson en hann var einnig í sigurliði skólans í Morfis-keppninni um síðustu helgi, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson og Steinar Örn Jónsson. Í liði Borgarholtsskóla voru Baldvin Már Baldvinsson, Björgólfur Guðbjörnsson og Steinþór Helgi Arnsteinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert