Kostnaður við Alþingishúsið umfram áætlun

Kostnaður við endurbætur á Alþingishúsinu í sumar hefur farið verulega fram úr áætlunum. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að kostnaðaráætlun hafi verið 75 milljónir en þegar sé ljóst að kostnaður vegna framkvæmdanna fari yfir 100 milljónir króna.

Haft er eftir Karli Kristjánssyni, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, að ástæðan sé m.a. veruleg röskun sem varð á framkvæmdunum í sumarbyrjun vegna þess að þinghald dróst og einnig vegna sumarþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert