Þriggja til tíu stiga frost

Veðurstofan spáir norðaustan 15-20 m/s um landið sunnan- og vestanvert næsta sólarhringinn, en annars staðar heldur hægari vindi. Þá verða dálítil él, en fljótlega fer að létta til sunnan- og vestanlands. Frost 3 til 10 stig.

Næstu daga er spáð minnkandi norðanátt með éljagangi norðan- og austantil á fimmtudag, en hægri suðlægri átt og dálitlum skúrum eða éljum á föstudag. Suðaustanátt og rigning eða slydda sunnan- og vestanlands á laugardag, en austlæg átt og víða úrkoma á sunnudag og mánudag. Dregur smám saman úr frosti og víða frostlaust um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert