Gunnar óskar eftir aðild að Sjálfstæðisflokknum

Gunnar Örlygsson.
Gunnar Örlygsson.

Gunnar Örlygsson, alþingismaður, hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, tilkynnt þingflokki Frjálslynda flokksins að hann hyggist segja sig úr flokknum. Samkvæmt sömu upplýsingum mun Gunnar óska eftir aðild að þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Gunnar bauð sig í vetur fram í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni en varð undir í kjöri á landsfundi flokksins. Sagði hann þá, að mörgum fyndist sem flokkurinn hafi hneigst of mikið til vinstri á þeim tveimur árum sem liðin væru frá síðustu alþingiskosningum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur haft 4 þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 22. Gunnar er 10. þingmaður Suðvesturkjördæmis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert