Snæfellsjökull mesta ferðamannaupplifunin

Snæfellsjökull.
Snæfellsjökull. mbl.is/Árni Torfason

Bandaríska tímaritið New Yorker hefur valið þá tíu staði í heiminum sem sem ferðamenn eru sagðir verða að skoða. Í efsta sæti á þessum lista er Snæfellsjökull á Íslandi og tímaritið segir að þar sé hægt að láta sér líða vel uppi á jökli - og renna sér síðan á skíðum niður.

Aðrir staðir á lista tímaritsins eru Yap í Míkrónesíu, Bray í Berkshire þar sem blaðið segir að hægt sé að fá sniglahafragraut og beikonís. Tókýó þar sem hægt er að eyða öllum gjaldeyrinum án þess að fá samviskubit, Boca Paila á Yucatanskaga, Glasgow í Skotlandi þar sem hægt sé að dansa á staðnum King Tut Wah Wah Hut, þar sem Oasis urðu frægir, Macao þar sem spilavítin eru nefnd, fjallið Kilimanjaro og Gobieyðimörkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert