Forsetahjónin færðu Bush gjafir við komu hans til Bessastaða

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, færðu George Bush fyrrum Bandaríkjaforseta veiðistöng, flugu og hjól að gjöf er þau tóku á móti honum á Bessastöðum í dag. Gjöfin var afhent við þetta tækifæri að frumkvæði forsetafrúarinnar sem forsetinn sagði alltaf þurfa að breyta fyrirliggjandi áætlunum. Áður hafði Bush m.a. skjallað forsetafrúnna fyrir fegurð.

Bush kom til landsins síðdegis í dag og verður hann hér fram á föstudag, Hann verður gestur forseta Íslands á meðan á dvölinni stendur. Hann mun þó einnig fara til laxveiða í boði Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), en Bush hefur verið eindregin stuðningsmaður slíkrar verndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert