Telja jarðgöng milli lands og Eyja tæknilega framkvæmanleg

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti
Í nýrri skýrslu, sem norska ráðgjafarfyrirtækið Multiconsult hefur gert fyrir félagið Ægisdyr um hugsanleg jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja, er niðurstaðan sú að slík göng væru tæknilega framkvæmanleg. Er framkvæmdakostnaður 18 km langra ganga áætlaður 1,65 milljarðar norskra króna eða um 19,4 milljarðar króna, en í þeirri tölu er ekki innifalinn kostnaður vegna nákvæmari rannsókna, hönnunar eða fjármögnunar verksins.

Skýrslan er unnin af Sverre Barlindhaug jarðverkfræðingi, og var tilgangur skýrslugerðarinnar, að fara yfir þær rannsóknir sem hafa verið unnar, m.a. á vegum Vegagerðarinnar, og meta hvaða rannsóknir væru nauðsynlegar.

Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í Vestmannaeyjum í dag og kom þar fram að forsvarsmenn Ægisdyra telja niðurstöður skýrslunnar sýna fram á það mjög skýrt, að samgönguyfirvöld eigi að leggja mikla vinnu í það á næstunni að skoða jarðgöng milli lands og Eyja og mikilvægt sé, að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og samgönguyfirvöld taki höndum saman og sameinist um að ljúka nauðsynlegum rannsóknum á árinu.

Miðað við tölur úr skýrslunni megi áætla, að þegar allur kostnaður hafi verið tekinn inn í verkið muni göngin kosta á bilinu 20-25 milljarða króna. Ægisdyr hafi áður sýnt fram á, að með þeim framlögum sem ríkissjóður greiðir árlega vegna Herjólfs og með tekjum af áætluðu veggjaldi í göngin verði þau greidd upp á um 40 árum. Þá sé ekki tekið tillit til þeirra gríðarmiklu áhrifa sem göngin myndu hafa á samfélagið í Vestmannaeyjum og í nágrannasveitarfélögunum á Suðurlandi. Slagorðið verði: „Ekið til Eyja á 20 mínútum árið 2010”.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að heildarlengd ganganna yrði um 18 km frá Heimaey norðan hafnarinnar og að Krossi í A-Landeyjum. Talið er að jarðfræðilegar aðstæður séu að mestu leyti ákjósanlegar en aðallega þurfi að skoða jarðlög við enda ganganna.

Í skýrslunni segir, að miðað við þá vitneskju, sem liggur fyrir, séu fyrstu 400 metrar ganganna við Kross flóknir vegna setlaga, sem eru um 40 metra þykk ofan á berginu. Næstu 14,6 km ganganna eru áætlaðir gegnum hefðbundið fast berg en síðustu 3 km ganganna eru taldir fara í gegnum laus setlög þar sem bergið þarfnast mjög mikilla styrkinga.

Á grundvelli reynslu úr nokkrum neðansjávargöngum í Noregi og í Færeyjum er vatnsleki inn í göng áætlaður mikill þegar göng er nálægt landi og fjöll þar mjög nærri. Þar sem meginhluti þessara ganga er fjarri háum landmyndunum er vatnslekinn talinn eðlilegur.

Skýrsluhöfundur telur að frekari jarðfræðirannsókna sé þörf áður en hægt sé að leggja drög að hönnun ganganna. Þessar rannsóknir verði að sýna fram á gerð setlaga við gangamunnann landmegin og í bergmassanum í Norðurfjöllunum á Heimaey, þar sem áætlað er að göngin komi upp. Frekari rannsókna á sjávargrunninum milli lands og Eyja sé einnig þörf.

Fram kemur að væntanlega sé heppilegast að bora göngin með hefðbundnum aðferðum en borun með borvélum er ekki talin heppileg. Hins vegar þurfi flóknari og dýrari aðferð við Kross vegna setlaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...