Hundruð olíusmitaðra fugla

Hundruð fugla með olíu í fiðri eru við ströndina á Suðurnesjum, frá Garðskaga að Njarðvíkurfitjum. Ekki er vitað um uppruna mengunarinnar.

Kennarar og nemendur í fuglafræði við Háskóla Íslands urðu varir við olíublauta fugla í Garði í vettvangsferð sinni og létu Náttúrustofu Reykjaness vita. Gunnar Þór Hallgrímsson líffræðingur kannaði útbreiðsluna á meginhluta Rosmhvalaness. Segir hann að flestir fuglarnir hafi verið í Garði en einhverjir fuglar með allri ströndinni frá Garðskaga inn á Njarðvíkurfitjar en á síðarnefnda staðnum hafi verið fáir fuglar sem þannig var ástatt um. Hann greindi tíu tegundir en varð mest var við hettumáva, æðarfugla og bjartmáva. Margir fuglarnir voru með bletti en einhverjir vel olíublautir. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert