Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon.

Jakob Frímann Magnússon, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Fréttavef Morgublaðsins í dag að hann hefði fallist á að miðla reynslu sinni af vettvangi umhverfismála með Græna hernum og Framtíðarlandinu til aðila sem íhuga stofnun umhverfis- og velferðarframboðs. Hann kvað þó engar ákvarðanir hafa verið teknar hvað snertir framboð slíkra afla en áréttaði að hann teldi umhverfismálin mikilvægasta málaflokk samtímans. Jakob var spurður í Silfri Egils í dag hvor hann væri í raun genginn úr Samfylkingunni og játaði hann það. Þetta bar Fréttavefur Morgunblaðsins upp við Jakob og staðfesti hann það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert