DV kaupir Krónikuna

Arna Schram, aðstoðarritstjóri Krónikunnar, Valdimar Birgisson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Arna Schram, aðstoðarritstjóri Krónikunnar, Valdimar Birgisson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. mbl.is

Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. hefur í dag fest kaup á öllu hlutafé í útgáfufélagi vikuritsins Krónikunnar, Fréttum ehf. Krónikan mun eftir kaupin ekki koma út í núverandi mynd. Öllu starfsfólki Krónikunnar mun bjóðast vinna hjá DV.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Króníkunnar, sagði aðspurð við mbl.is, í dag, að segja mætti að sú tilraun að gefa út vikublað sem byggði á fréttaskýringum hafi mistekist og að viðbrögð markaðarins hafi ekki verið þau, sem vonast var til.

Fram kemur í tilkynningu frá DV, að gengið hafi verið frá ráðningu Sigríður Daggar í starf umsjónarmanns helgarblaðs DV og Valdimars Birgissonar, framkvæmdastjóra Frétta, í starf markaðsstjóra og sölustjóra áskrifta.

Vikuritið Krónikan kom út í sjö vikur áður en það lagði upp laupana. Í Morgunblaðinu um miðjan febrúar kom fram að útgáfufélagið Fréttir ehf., var í eigu Sigríðar Daggar og eiginmanns hennar, Valdimars Birgissonar. Þar kom fram í viðtali við Sigríði Dögg að útgáfa Krónikunnar var fjármögnuð með lánsfé frá ýmsum fjársterkum aðilum, m.a. Björgólfi Guðmundssyni kaupsýslumanni.

Í fréttatilkynningu frá DV kemur fram að innan nokkurra vikna verði unnt að kaupa DV í áskrift alla útgáfudaga blaðsins en að undanförnu hefur aðeins verið hægt að kaupa helgaráskrift að blaðinu. Þá verði innan örfárra daga unnt að kaupa áskrift að DV á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert