Mældist á 160 km hraða á Reykjanesbrautinni

Karlmaður á fertugsaldri var sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið mældur á 160 km hraða á Reykjanesbrautinni til móts við IKEA um eittleytið í nótt. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sinnti maðurinn ekki merkjum lögreglunnar um að stöðva og gaf í. Það var ekki fyrr en hann var kominn inn í Kópavog þar sem hann stöðvaði bifreiðina.

Sem fyrr segir var maðurinn sviptur á staðnum, enda maðurinn á rúmlega tvöföldum hámarkshraða þegar hann var mældur. Maðurinn sýndi engan mótþróa en hann vildi hinsvegar ekkert kannast við ofsaaksturinn þegar lögreglumennirnir náðu tali af honum. Þá var maðurinn hvorki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert