Kona föst í gjótu í brimgarðinum við Ánanaust

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú heldur óvanalegu útkalli sem stendur en tilkynning barst um konu sem væri föst í brimgarðinum við JL-húsið í Vesturbænum. Að sögn slökkviliðsins tilkynnti hjólreiðamaður, sem var þarna á ferðinni, um að kona væri þar föst með höfuð og efri búk á milli steina í brimgarðinum. Slökkviliðið vinnur nú að því að losa konuna.

Ekki er vitað á þessari stundu hvernig konan fór að því að festa sig, en hún er föst ofarlega í brimgarðinum við göngustíginn. Henni stafar því ekki hætta af sjónum, en þó fylgir ákveðin hætta á grjóthruni þar sem konan situr föst.

Slökkviliðið segir hjólreiðamanninn að vonum hafa verið mjög hissa þegar hann sá fætur stingast upp úr þessari gjótu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert