Lúkas kominn heim

Frá kertavöku til minningar um Lúkas. Sögur af andláti hans …
Frá kertavöku til minningar um Lúkas. Sögur af andláti hans reyndust stórlega ýktar mbl.is/Skapti

Hundurinn Lúkas er kominn heim til sín heill á húfi, þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Hundurinn hefur verið týndur frá því í maí og hafa ýmsar sögur gengið um afdrif hans síðan þá. Lúkas hefur haldið til í svonefndu Fálkafelli ofan Akureyrar undanfarið en ómögulegt hefur reynst að ná honum þar sem hann hefur verið afskaplega mannfælinn. Egnt var fyrir hann með æti og kom hann síðan í felligildru þar sem hann var handsamaður í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert