Heilsugæslan skuldar birgjum 320 milljónir

Heilsugæslustöð við Efstaleiti í Reykjavík.
Heilsugæslustöð við Efstaleiti í Reykjavík.

Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag, að fram hefði komið á fundi heilbrigðisnefndar Alþingis í morgun að Heilsugæslan í Reykjavík skuldaði birgjum 320 milljónir króna. Spurði Valgerður einnig hvort ekki ætti að gera gangskör að því að greiða dýrar skammtímaskuldir Landspítala í ljósi þess að nógir peningar væru til í ríkissjóði.

Guðlaugur Þór Þórðarson sagðist ekki hafa átt á því, að þingmaður Framsóknarflokksins skammaði hann fyrir rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins. Sagði Guðlaugur Þór, að verið væri að framkvæma fjárlög sem sett voru í tíð síðustu ríkissstjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert