Allsherjarsamráð

Í umræðum undanfarna daga um verðsamráð á matvörumarkaðinum hefur mikið borið á að fólk sem starfað hefur í þessari grein hefur komið fram með upplýsingar en óskað nafnleyndar. Meginregla Morgunblaðsins hefur verið að birta ekki nafnlaus bréf nema eftir að hafa fengið vitneskju um hver bréfritari er. Í þessu tilfelli þykir hins vegar ástæða til að gera undantekningu – í ljósi almannahagsmuna enda fer vart milli mála að bréfritari hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hvernig hagar til að á matvörumarkaðinum. Bréfið sem barst í tölvupósti frá einhverjum sem kýs að kalla sig Jón Jónsson:

„Sem fyrrum starfsmaður Baugsfyrirtækis finn ég mig knúinn til að koma eftirfarandi á framfæri, þótt ég kjósi að gera það ekki undir nafni:

– Ég tek það fram að ég var virkur aðili í því sem fram kemur hér að neðan og hef þetta því frá fyrstu hendi. Ég vil einnig taka það fram að ég er ekki að reyna að koma höggi á fyrirtækið, ég ber ekki illan hug til neins þar. Mér finnst það hins vegar skylda mín í ljósi umræðunnar nú og þess sem var í kjölfar olíumálsins að þetta komi fram.

– Við gerðum daglega verðkannanir hjá öllum helstu samkeppnisaðilunum. Þegar vöruverð var óeðlilega lágt í einhverri verslun samkeppnisaðila þá var ákveðið ferli sem oft fór af stað. Þá var hringt í viðkomandi birgi og hann beðinn um að þetta yrði lagað. Birgjar komu þá oftast með tillögu að verði sem borin var undir allar keðjurnar á markaðnum og ef allir samþykktu að hækka verðið skv. þeirri tillögu þá var það gert á ákveðnum tímapunkti í öllum verslunum á landinu. Birgjarnir fóru þá eftir ákveðinni forskrift að verðmun sem átti að vera milli verslana á markaðnum. Þessi forskrift var þannig að Bónus ætti að vera með lægsta verðið, næsta keðja x% hærri og svo koll af kolli. Ef það var hins vegar bara ein keðja sem var að „skemma" verðið þá hringdi birgirinn oft bara beint í viðkomandi keðju. Það kom líka fyrir að við fórum ekki í gegnum birginn, heldur töluðum beint við viðkomandi keðju.

– Það er vitanlega hagur birgjanna að tryggja að verð sé nógu hátt í öllum verslunum til að verslanir sjái sér hag í að selja vöruna og framstilla henni vel. Þeir voru því oftast fljótir til þegar kvartað var yfir of lágu verði í einhverri verslun þar sem vitað var að ef ekkert yrði gert til að hækka verðið mundi verðið almennt lækka á markaðnum, í öllum verslunum. Í framhaldi af því yrði pláss vörunnar minnkað, þ.a. salan yrði ekki mikil.

– Verð á ákveðnum vöruflokkum var "tekið í gegn" reglulega, t.d. var verð á árstíðabundnum vörum eins og bökunarvörum lagað fyrir aðalbökunarvertíðina fyrir jólin. Þá voru birgjar í aðalhlutverki, settu upp verðskrá fyrir allar vörurnar þar sem fram kom hvað verðið ætti að vera í hverri verslun/keðju. Ef allar keðjurnar samþykktu breytingarnar var valinn tími þegar allar verðbreytingarnar ættu að vera komnar í gegn alls staðar. Svo könnuðu menn verðið eftir þann tíma til að tryggja að allt hefði gengið eftir og yfirleitt gekk það vel.

– Fyrirtækið var oft á tíðum með svokallaðar „verðkönnunarvörur" á boðstólum sem dregnar voru fram þegar utanaðkomandi verðkönnun stóð yfir, þ.e. verðkönnun fjölmiðla, ASÍ eða Neytendasamtakanna, eða þegar líklegt þótti að slík verðkönnun yrði gerð. Yfirleitt var verið að borga með þessum vörum þ.a. það var ekki ætlunin að selja þessar vörur í einhverju magni og oft var salan 0 svo dögum skipti þó svo að varan „væri til".

– Oft spurðist það út fyrirfram ef gera átti verðkönnun, sérstaklega þegar ASÍ eða Neytendasamtökin voru á ferð. Stundum voru þessar ábendingar ekki réttar, en oft var vitað af verðkönnununum fyrirfram.

– Flestar þessar verðkannanir innihéldu sömu vörurnar mánuð eftir mánuð. Það var því ekki erfitt að tryggja að útkoma úr verðkönnun yrði góð með því að hafa verðið á þessum fáu vörum lágt en annað verð hátt eða með betri álagningu.

– Flestar verðkannanir voru gerðar í miðri viku, þri.-fim. Menn voru því meira á tánum þessa daga og oft voru helgarnar notaðar til að hækka verð. Oft fylgdu aðrar keðjur þeim hækkunum þ.a. eftir helgina var komið jafnvægi á markaðnum með nýju, háu verði. Ef ekki, þá var verðið einfaldlega aftur lækkað á mánudegi til að tryggja að það myndi ekki koma svona út í verðkönnun."

Innlent »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suð-austurströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla sitt hvorri öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

Í gær, 19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

Í gær, 19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

Í gær, 18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

Í gær, 18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

Í gær, 18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

Í gær, 17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

Í gær, 16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

Í gær, 17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

Í gær, 17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

Í gær, 15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...