Allsherjarsamráð

Í umræðum undanfarna daga um verðsamráð á matvörumarkaðinum hefur mikið borið á að fólk sem starfað hefur í þessari grein hefur komið fram með upplýsingar en óskað nafnleyndar. Meginregla Morgunblaðsins hefur verið að birta ekki nafnlaus bréf nema eftir að hafa fengið vitneskju um hver bréfritari er. Í þessu tilfelli þykir hins vegar ástæða til að gera undantekningu – í ljósi almannahagsmuna enda fer vart milli mála að bréfritari hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hvernig hagar til að á matvörumarkaðinum. Bréfið sem barst í tölvupósti frá einhverjum sem kýs að kalla sig Jón Jónsson:

„Sem fyrrum starfsmaður Baugsfyrirtækis finn ég mig knúinn til að koma eftirfarandi á framfæri, þótt ég kjósi að gera það ekki undir nafni:

– Ég tek það fram að ég var virkur aðili í því sem fram kemur hér að neðan og hef þetta því frá fyrstu hendi. Ég vil einnig taka það fram að ég er ekki að reyna að koma höggi á fyrirtækið, ég ber ekki illan hug til neins þar. Mér finnst það hins vegar skylda mín í ljósi umræðunnar nú og þess sem var í kjölfar olíumálsins að þetta komi fram.

– Við gerðum daglega verðkannanir hjá öllum helstu samkeppnisaðilunum. Þegar vöruverð var óeðlilega lágt í einhverri verslun samkeppnisaðila þá var ákveðið ferli sem oft fór af stað. Þá var hringt í viðkomandi birgi og hann beðinn um að þetta yrði lagað. Birgjar komu þá oftast með tillögu að verði sem borin var undir allar keðjurnar á markaðnum og ef allir samþykktu að hækka verðið skv. þeirri tillögu þá var það gert á ákveðnum tímapunkti í öllum verslunum á landinu. Birgjarnir fóru þá eftir ákveðinni forskrift að verðmun sem átti að vera milli verslana á markaðnum. Þessi forskrift var þannig að Bónus ætti að vera með lægsta verðið, næsta keðja x% hærri og svo koll af kolli. Ef það var hins vegar bara ein keðja sem var að „skemma" verðið þá hringdi birgirinn oft bara beint í viðkomandi keðju. Það kom líka fyrir að við fórum ekki í gegnum birginn, heldur töluðum beint við viðkomandi keðju.

– Það er vitanlega hagur birgjanna að tryggja að verð sé nógu hátt í öllum verslunum til að verslanir sjái sér hag í að selja vöruna og framstilla henni vel. Þeir voru því oftast fljótir til þegar kvartað var yfir of lágu verði í einhverri verslun þar sem vitað var að ef ekkert yrði gert til að hækka verðið mundi verðið almennt lækka á markaðnum, í öllum verslunum. Í framhaldi af því yrði pláss vörunnar minnkað, þ.a. salan yrði ekki mikil.

– Verð á ákveðnum vöruflokkum var "tekið í gegn" reglulega, t.d. var verð á árstíðabundnum vörum eins og bökunarvörum lagað fyrir aðalbökunarvertíðina fyrir jólin. Þá voru birgjar í aðalhlutverki, settu upp verðskrá fyrir allar vörurnar þar sem fram kom hvað verðið ætti að vera í hverri verslun/keðju. Ef allar keðjurnar samþykktu breytingarnar var valinn tími þegar allar verðbreytingarnar ættu að vera komnar í gegn alls staðar. Svo könnuðu menn verðið eftir þann tíma til að tryggja að allt hefði gengið eftir og yfirleitt gekk það vel.

– Fyrirtækið var oft á tíðum með svokallaðar „verðkönnunarvörur" á boðstólum sem dregnar voru fram þegar utanaðkomandi verðkönnun stóð yfir, þ.e. verðkönnun fjölmiðla, ASÍ eða Neytendasamtakanna, eða þegar líklegt þótti að slík verðkönnun yrði gerð. Yfirleitt var verið að borga með þessum vörum þ.a. það var ekki ætlunin að selja þessar vörur í einhverju magni og oft var salan 0 svo dögum skipti þó svo að varan „væri til".

– Oft spurðist það út fyrirfram ef gera átti verðkönnun, sérstaklega þegar ASÍ eða Neytendasamtökin voru á ferð. Stundum voru þessar ábendingar ekki réttar, en oft var vitað af verðkönnununum fyrirfram.

– Flestar þessar verðkannanir innihéldu sömu vörurnar mánuð eftir mánuð. Það var því ekki erfitt að tryggja að útkoma úr verðkönnun yrði góð með því að hafa verðið á þessum fáu vörum lágt en annað verð hátt eða með betri álagningu.

– Flestar verðkannanir voru gerðar í miðri viku, þri.-fim. Menn voru því meira á tánum þessa daga og oft voru helgarnar notaðar til að hækka verð. Oft fylgdu aðrar keðjur þeim hækkunum þ.a. eftir helgina var komið jafnvægi á markaðnum með nýju, háu verði. Ef ekki, þá var verðið einfaldlega aftur lækkað á mánudegi til að tryggja að það myndi ekki koma svona út í verðkönnun."

Innlent »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...