Allsherjarsamráð

Í umræðum undanfarna daga um verðsamráð á matvörumarkaðinum hefur mikið borið á að fólk sem starfað hefur í þessari grein hefur komið fram með upplýsingar en óskað nafnleyndar. Meginregla Morgunblaðsins hefur verið að birta ekki nafnlaus bréf nema eftir að hafa fengið vitneskju um hver bréfritari er. Í þessu tilfelli þykir hins vegar ástæða til að gera undantekningu – í ljósi almannahagsmuna enda fer vart milli mála að bréfritari hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hvernig hagar til að á matvörumarkaðinum. Bréfið sem barst í tölvupósti frá einhverjum sem kýs að kalla sig Jón Jónsson:

„Sem fyrrum starfsmaður Baugsfyrirtækis finn ég mig knúinn til að koma eftirfarandi á framfæri, þótt ég kjósi að gera það ekki undir nafni:

– Ég tek það fram að ég var virkur aðili í því sem fram kemur hér að neðan og hef þetta því frá fyrstu hendi. Ég vil einnig taka það fram að ég er ekki að reyna að koma höggi á fyrirtækið, ég ber ekki illan hug til neins þar. Mér finnst það hins vegar skylda mín í ljósi umræðunnar nú og þess sem var í kjölfar olíumálsins að þetta komi fram.

– Við gerðum daglega verðkannanir hjá öllum helstu samkeppnisaðilunum. Þegar vöruverð var óeðlilega lágt í einhverri verslun samkeppnisaðila þá var ákveðið ferli sem oft fór af stað. Þá var hringt í viðkomandi birgi og hann beðinn um að þetta yrði lagað. Birgjar komu þá oftast með tillögu að verði sem borin var undir allar keðjurnar á markaðnum og ef allir samþykktu að hækka verðið skv. þeirri tillögu þá var það gert á ákveðnum tímapunkti í öllum verslunum á landinu. Birgjarnir fóru þá eftir ákveðinni forskrift að verðmun sem átti að vera milli verslana á markaðnum. Þessi forskrift var þannig að Bónus ætti að vera með lægsta verðið, næsta keðja x% hærri og svo koll af kolli. Ef það var hins vegar bara ein keðja sem var að „skemma" verðið þá hringdi birgirinn oft bara beint í viðkomandi keðju. Það kom líka fyrir að við fórum ekki í gegnum birginn, heldur töluðum beint við viðkomandi keðju.

– Það er vitanlega hagur birgjanna að tryggja að verð sé nógu hátt í öllum verslunum til að verslanir sjái sér hag í að selja vöruna og framstilla henni vel. Þeir voru því oftast fljótir til þegar kvartað var yfir of lágu verði í einhverri verslun þar sem vitað var að ef ekkert yrði gert til að hækka verðið mundi verðið almennt lækka á markaðnum, í öllum verslunum. Í framhaldi af því yrði pláss vörunnar minnkað, þ.a. salan yrði ekki mikil.

– Verð á ákveðnum vöruflokkum var "tekið í gegn" reglulega, t.d. var verð á árstíðabundnum vörum eins og bökunarvörum lagað fyrir aðalbökunarvertíðina fyrir jólin. Þá voru birgjar í aðalhlutverki, settu upp verðskrá fyrir allar vörurnar þar sem fram kom hvað verðið ætti að vera í hverri verslun/keðju. Ef allar keðjurnar samþykktu breytingarnar var valinn tími þegar allar verðbreytingarnar ættu að vera komnar í gegn alls staðar. Svo könnuðu menn verðið eftir þann tíma til að tryggja að allt hefði gengið eftir og yfirleitt gekk það vel.

– Fyrirtækið var oft á tíðum með svokallaðar „verðkönnunarvörur" á boðstólum sem dregnar voru fram þegar utanaðkomandi verðkönnun stóð yfir, þ.e. verðkönnun fjölmiðla, ASÍ eða Neytendasamtakanna, eða þegar líklegt þótti að slík verðkönnun yrði gerð. Yfirleitt var verið að borga með þessum vörum þ.a. það var ekki ætlunin að selja þessar vörur í einhverju magni og oft var salan 0 svo dögum skipti þó svo að varan „væri til".

– Oft spurðist það út fyrirfram ef gera átti verðkönnun, sérstaklega þegar ASÍ eða Neytendasamtökin voru á ferð. Stundum voru þessar ábendingar ekki réttar, en oft var vitað af verðkönnununum fyrirfram.

– Flestar þessar verðkannanir innihéldu sömu vörurnar mánuð eftir mánuð. Það var því ekki erfitt að tryggja að útkoma úr verðkönnun yrði góð með því að hafa verðið á þessum fáu vörum lágt en annað verð hátt eða með betri álagningu.

– Flestar verðkannanir voru gerðar í miðri viku, þri.-fim. Menn voru því meira á tánum þessa daga og oft voru helgarnar notaðar til að hækka verð. Oft fylgdu aðrar keðjur þeim hækkunum þ.a. eftir helgina var komið jafnvægi á markaðnum með nýju, háu verði. Ef ekki, þá var verðið einfaldlega aftur lækkað á mánudegi til að tryggja að það myndi ekki koma svona út í verðkönnun."

Innlent »

Tóku sólinni opnum örmum

22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

Gengur fram af stjórnanda sínum

21:23 „Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Meira »

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

21:11 Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Meira »

Sverrir Mar býður sig fram til formennsku ASÍ

20:35 Sverir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu á þingi sambandsins í október. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »

41,5 milljarða afgangur af rekstri sveitarfélaga

20:08 Tekjur sveitarfélaga, sem falla undir A- og B-hluta starfsemi þeirra, námu 405,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% á milli ára. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjum hins opinbera er nú 28,5 prósent og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár, hið minnsta. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem kom út í dag. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

19:13 Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Frú Ragnheiður auglýsir eftir tjöldum

18:54 Frú Ragnheiður — Skaðaminnkun, sem er verkefni á vegum Rauða Krossins Í Reykjavík, auglýsir eftir tjöldum fyrir heimilislausa skjólstæðinga sína. Alls hefur heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95% á síðustu fimm árum og voru um það bil 350 manns skráðir heimilislausir aðeins í Reykjavík í fyrra. Meira »

Tveir unnu 16 milljónir í Víkingalottó

18:42 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins en tveir skiptu með sér öðrum vinningi og fær hvor þeirra rúmar 16 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Eistlandi og Finnlandi. Meira »

Vilja bæta aðstæður fyrrum fanga

18:35 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem fjalla á um leiðir til að bæta félagslegar aðstæður þeirra sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Tvær milljónir í skordýr

18:28 Þýsku hjónin Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich urðu hlutskörpust í matvælasamkeppni þar sem kepptu hugmyndir er varða nýtingu jarðvarma til framleiðslu matvæla. Verkefni þeirra snýr að nýtingu jarðhita til ræktunar á skordýrum og hlutu þau m.a. tvær milljónir króna í verðlaun. Meira »

Virðir Gylfa fyrir að stíga til hliðar

17:59 „Fyrstu viðbrögð eru bara þau að það er gott að þetta sé komið á hreint,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, inntur eftir viðbrögðum við þeirri ákvörðun Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að bjóða sig ekki fram til endurkjörs á þingi Alþýðusambandsins í október. Meira »

Byrðunum lyft af þeim veikustu

17:48 Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður. Meira »

Hreyfingunni fyrir bestu segir Gylfi

16:51 „Þetta hefur verið að gerjast hjá mér í nokkra mánuði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag gerði hann grein fyrir því að hann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem haldið verður 9. október. Meira »

Gjaldtöku hætt í september

16:33 Gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september og tekur ríkið við göngunum í haust. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Spalar, en einkahlutafélaginu Speli verður slitið eftir að göngin verða afhent ríkinu en ríkið ætlar ekki að ráða neinn til sín úr núverandi starfsmannahópi Spalar. Meira »

Samfylkingin fordæmir aðskilnað fjölskyldna

16:31 „Það á ekki að líðast að börn séu notuð sem skiptimynt í pólitískum deilum.“ Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem þingflokkur og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur sent frá sér vegna framferði Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn og foreldra við landamæri Bandaríkjanna til suðurs. Meira »

Landsréttur staðfesti kröfu um gjaldþrot

16:26 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 9. maí síðastliðinn um að fallast á kröfu tónlistarhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans KS Productions slf. verði úrskurðuð gjaldþrota í tengslum við mál vegna tónleika Sigurrósar í Hörpu í vetur. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 25/6...
Sumarhús- gestahús- breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....