Reyndi að stöðva blindfullan kærasta

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst undir morgunn tilkynning um að ekið hefði verið á konu í Holtahverfi. Í ljós kom að konan hafði verið að reyna að koma í veg fyrir að kærastinn sinn æki af stað þar sem hann var ofurölvi.

Hún hafði ekki hlotið alvarleg meiðsl. Þegar ökumaðurinn ölvaði varð var við lögreglu reyndi hann að flýja á hlaupum en lögreglumenn höfðu hendur í hári hans og gistir hann nú fangageymslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert