Táningsstrákar rændu verslun í Reykjavík

Tveir strákar á táningsaldri rændu verslun 10-11 í Grímsbæ í Reykjavík í kvöld, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Munu þeir hafa verið vopnaðir barefli og höfðu á brott með sér lítilræði af peningum. 

Lögreglan fékk nægilega góða lýsingu á ræningjunum til að grunur félli á tvo tiltekna pilta og var því farið heim til annars þeirra til að athuga hvort sá grunur væri réttur. Þar voru báðir piltarnir og í fórum þeirra fannst ránsfengurinn.

Piltarnir eru nú í höndum lögreglunnar. Tekin verður af þeim skýrsla og þeim væntanlega sleppt að því loknu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert