Skatan smökkuð í fyrsta sinn

Skatan á þorláksmessu er ómissandi
Skatan á þorláksmessu er ómissandi mbl.is/Golli

Mörgum þykir skatan á Þorláksmessu ómissandi, og helst vel kæst, en  færst hefur í vöxt á síðari árum að fólk gæði sér á góðgætinu utan heimilis, enda þykir mönnum lyktin misgóð. Sumir eru á því að smekkur fyrir þessum þjóðlega mat sé áunninn, og því um að gera að byrja snemma.  

Karlotta Lúísa fékk að smakka skötuna í hádeginu hjá Elmari Torfasyni, pabba sínum, á Sægreifanum við Reykjavíkurhöfn,  en þar var margt um manninn í dag líkt og annars staðar þar sem boðið er upp á skötu. Ekki var annað  að sjá en að Karlotta kynni ágætlega við skötubitann.

Þorláksmessa er haldin til minningar um Þorlák hinn helga Þórhallsson biskup í Skálholti. Hann lést 23. desember 1193 og var messa þennan dag honum til heiðurs lögleidd árið 1199.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert