Ekki banaslys í flugi frá árinu 2000

Frá flugslysaæfingu.
Frá flugslysaæfingu. mbl.is/Guðlaugur

Ekki hefur orðið banaslys í íslensku loftfari síðustu árin og frá árinu 1998 til 2006 var eitt banaslys í íslenskri flugvél, árið 2000. Árið 1998 fórst erlend flugvél með þremur mönnum skammt frá Hornafirði og árið 2001 fórst einnig erlend vél við Vestmannaeyjar þar sem tveir létust. 

Þetta kemur fram í ársskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa fyrir árið 2006. Fram kemur að  frá árinu 1920 hafa samtals orðið 69 banaslys í flugi á loftförum,  sem skráð voru hér á landi. Tvisvar sinnum hafa orðið 4 banaslys á sama ári og fimm sinnum hafa orðið 3 banaslys á sama ári, síðast 1995.

Ekkert banaslys hefur orðið í flugi hér á landi síðastliðin sex ár og hefur það ekki gerst áður frá upphafi flugs á Íslandi. Á árunum 1943 til 1946 voru fjögur ár á milli banaslysa.

Ef litið er á meðaltal síðustu 20 ára varð að meðaltali 1 banaslys á ári. Ef litið er á meðaltal síðustu fimmtán ár voru þau 0,77. Ef litið er á meðaltal síðustu tíu ár voru þau 0,3.

Ársskýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert