Keðjur undir lögreglubílinn í fyrsta sinn í manna minnum

Mikið fannfergi er í Vestmannaeyjum í dag.
Mikið fannfergi er í Vestmannaeyjum í dag. mbl.is/Sigurgeir

Færð hefur þyngst á suðurlandi nú síðdegis og einnig er mikil hálka á vegum. Hefur lögreglan á Selfossi haft í nógu að snúast við að aðstoða ökumenn sem fest hafa bíla eða lent útaf. Einnig hafa björgunarsveitir sinnt útköllum eftir því sem þurft hefur.

Allt hefur þó gengið slysalaust fyrir sig, og einungis orðið eitt minniháttar umferðaróhapp er snjóruðningstæki og fólksbíll rákust saman á bílastæði innanbæjar á Selfossi.

Þá greindi lögreglan þar frá því að keðjur hefðu nú verið settar undir lögreglubílinn, en slíkt hefði ekki áður gerst í manna minnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert