Húsleit í fjármálaráðueyti vegna fíkniefnamáls

mbl.is/Kristinn

Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði í dag húsleit á skrifstofu starfsmanns fjármálaráðuneytisins, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um smygl á amfetamíni og kókaíni til landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að ráðuneytið hafi verið með í ráðum varðandi húsleitina.

Fjórir menn eru grunaðir um að hafa tekið þátt í að smygla um 5 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Þrír mannanna eru í gæsluvarðhaldi, þar á meðal bróðir starfsmanns fjármálaráðuneytisins, sem er starfsmaður hraðflutningafyrirtækisins UPI og starfaði á tollasvæði Keflavíkurflugvallar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert