Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði

Pari var bjargað af Holtavörðuheiði í morgun.
Pari var bjargað af Holtavörðuheiði í morgun. Árvakur/Ómar

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út um fimmleytið í morgun til að aðstoða par sem hafði lagt á Holtavörðuheiði sem var lokuð vegna veðurs og færðar. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var blindbylur og erfitt að athafna sig.

„Þau voru rétt komin upp í rætur heiðarinnar efst í Norðurárdal þegar þau hringdu eftir aðstoð," sagði varðstjóri lögreglunnar. Greiðlega gekk að bjarga fólkinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert