Segjast skila lyklum og hætta sjálfboðavinnu

Formaður Siglingaklúbbsins Nökkva telur að ef framkvæmdum við uppbyggingu fyrir siglingamenn verði frestað geti það haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir klúbbinn og raunar allt bátasport á Pollinum við Akureyri. Bæjaryfirvöld höfðu ákveðið að leggja fram 10 milljónir króna í ár og annað eins á næsta ári til framkvæmda en hætt hefur verið við það. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri segir hugmyndir siglingaklúbbsins mjög metnaðarfullar en óraunhæft sé að hefja framkvæmdir í sumar miðað hve mikil undirbúningsvinna sé eftir.

Rúnar Þór Björnsson, formaður Nökkva, afhenti fulltrúum í bæjarstjórn áskorun vegna þessa máls fyrir fund hennar á þriðjudaginn. „Við höfum slegist í mörg ár við það eitt að eiga fyrir málningu á bátana okkar, eiga fyrir daglegum rekstri og bara það að sjá fram á nýframkvæmdir gaf ástæðu til að halda áfram starfinu,“ segir m.a. í áskoruninni.

„Ef þetta fer á þann veg sem lítur út núna sér stjórn Nökkva ekkert annað í stöðunni en skila inn lyklunum að aðstöðunni, hætta endalausri sjálfboðavinnu fyrir annarra manna börn og horfa á margra áratuga vinnu fjölda fyrrverandi stjórnarmanna verða að engu vegna loforða sem virðast endalaust geta frestast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert