Óku inn í apótek

Svo virðist sem ekið hafi verið upp að dyrum apóteksins …
Svo virðist sem ekið hafi verið upp að dyrum apóteksins og dyrakarmi og hurð ýtt inn. mbl.is/Brynjar Gauti

Gerð var tilraun til innbrots í Árbæjar Apótek í Hraunbæ í Reykjavík. Innbrotið uppgötvaðist skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Lögreglan leitar nú að fólksbifreið sem talið er að þjófarnir hafi notað til að brjóta niður hurð apóteksins.

Tæknideild lögreglunnar er á staðnum en ekki hefur verið staðfest hvort þjófarnir hafi í raun farið inn í apótekið en heimildir Fréttavefjar Morgunblaðsins herma að þjófarnir hafi verið tveir og að innbrotið hafi verið framið um klukkan átta í morgun. 

Mun annar þjófurinn hafa ekið bílnum sem var ekið af krafti á hurðina og síðan hafi hinn þjófurinn stokkið inn en dvalið stutt og haft lítið upp úr krafsinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert