Vilhallir ÍE í umfjöllun

Sverrir Vilhelmsson

Stefán Hjörleifsson, heimspekingur og læknir, rannsakaði í doktorsritgerð sinni umfjöllun íslenskra fjölmiðla um erfðavísindi árin 2000 og 2004 og er þetta sennilega viðamesta rannsókn á einstöku umfjöllunarefni fjölmiðla hérlendis. Umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu hefur verið mikil og flokkaði Stefán allt efni sem tengdist fyrirtækinu frá árunum 2000 og 2004 og komst að því að umfjöllun um fyrirtækið var miklu oftar á jákvæðum nótum bæði árin.

Mest áhersla í umfjöllun fjölmiðla var lögð á viðskiptalegar hliðar á starfsemi Íslenskar erfðagreiningar.

Aldrei rauður þráður í umfjöllun

Ein af meginniðurstöðum Stefáns er sú að eftir að umfjöllun um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði lýkur er sama og engin gagnrýni á erfðarannsóknir eða erfðavísindi í íslenskum fjölmiðlum. „Auðvitað eru uppi raddir, en þær eru stakar og birtast frekar sem lítil atriðið í fréttum eða lesendabréfum eða aðsendum greinum. Gagnrýnin umfjöllun um erfðavísindi verður sjaldnast að meginþema í frétt, aldrei rauður þráður. Jákvæðar væntingar til erfðavísinda og fréttir á jákvæðum nótum eru gegnumgangandi.

Stefán tók viðtöl við bæði vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og þátttakendur í rannsóknum þeirra og báðir hóparnir höfðu ýmsar áhyggjur af hagnýtingu þeirrar þekkingar sem erfðavísindin gætu fært samfélaginu.

„Þeir lýsa í raun eftir umræðu um hana og hvernig samfélagið eigi að búa sig undir að höndla þessa þekkingu.“

Hann segir niðurstöður þessarar íslensku rannsóknar ekkert einsdæmi, svipaðar niðurstöður hafi komið út úr kanadískri rannsókn. ,,Þekkingargeirinn á Íslandi er lítill og þá er ég alls ekki bara að tala um blaðamannastéttina heldur jafnframt þá aðila sem hún getur sótt stuðning og þekkingu til. Álitsgjafarnir eru ekki margir í vísindageiranum. Hæfir álitsgjafar liggja ekki á lausu og í þessum geira störfuðu þeir mjög margir hjá Íslenskri erfðagreiningu eða áttu í samstarfi við fyrirtækið.“ Hann segir að af þessum sökum geti verið að fjölmiðlafólk hafi ekki fengið nægilega mikinn stuðning frá þekkingarsamfélaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert