SHÍ tekur undir með rektor HÍ

Stúdentaráð Háskóla Íslands tekur undir með rektor Kristínu Ingólfsdóttur þegar hún minnir kennara og nemendur á að temja sér fagleg vinnubrögð í hvívetna. Stúdentaráð Háskóla Íslands minnir á að líkt og stúdentum er gert að vinna eftir akademískum vinnubrögðum gildi slíkt hið sama um kennara Háskólans. Þetta kemur fram í ályktun frá SHÍ.

„Að vera leiðandi afl í leitandi þjóðfélagi er eitt af lykilhlutverkum Háskóla Íslands sem og að vera eitt af aðalseglum þjóðarskútunnar sem siglir undan vindum í átt að enn bjartari tímum. Ef Háskólinn á að rækja það hlutverk svo sómi sé af þarf hann að sýna fordæmi sem komandi kynslóðir eiga að tileinka sér."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert