Lögregla hótar handtökum

Frá Miklubrautinni
Frá Miklubrautinni mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögregla reynir nú að fá ungmenni til þess að fara af Miklubrautinni en um eitt hundrað ungmenni hafa lokað fyrir umferð um Miklubraut í vestur á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Arnar Marteinsson, segir að ef þau yfirgefi ekki götuna eigi þau yfir höfði sér að verða handtekinn. Arnar sagði í kallkerfi á Miklubrautinni rétt í þessu að fleiri lögreglumenn séu á leiðinni og ef þau fari ekki að tilmælum lögreglunnar strax þá verði þau handtekin enda um ólöglegt athæfi að ræða.

mbl.is