Fleiri læknar með einkenni

Fleiri læknar á Heilsugæslustöðinni í Árbæ hafa bæst í hóp þeirra tveggja sem hafa fundið fyrir óútskýrðum einkennum undanfarna mánuði og talið er að geti tengst húsnæði heilsugæslunnar. Vinnueftirlitið hefur innsiglað læknastofur á stöðinni á meðan rannsókn stendur yfir og er því aðeins helmingur húsnæðisins í notkun. Allir læknarnir eru vinnufærir þrátt fyrir einkennin. „Þetta eru starfsmenn sem voru að kvarta undan óljósum einkennum,“ segir Gunnar Ingi Gunnarsson yfirlæknir. „Einn þeirra fór að hugsa til þess hvort líðan hans kynni að tengjast starfsumhverfinu.“

Gunnar Ingi segir að finna megi rakaskemmdir í húsinu. Engin heilsufarsleg áhætta er talin fylgja því að nota þann hluta húsnæðisins sem ekki er til rannsóknar.

„Við erum að reyna að standa í stykkinu í hálfu húsnæði og ég vona að það lendi ekki illa á skjólstæðingum og þeir hafi skilning á þessari stöðu,“ segir Gunnar Ingi.

Rannsókn Vinnueftirlitsins getur tekið allt upp í tvær vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert