Fljúgandi virki í Reykjavík

Það eru nokkur ár síðan Boeing B 17 sprengjuvél hafði viðkomu á Reykjavíkurflugvelli síðast en Bandaríkjamenn framleiddu tæplega 13 þúsund slíkar í seinni heimstyrjöldinni og nefndu þær fljúgandi virki.

Vélarnar voru voru búnar ekki færri en 13 vélbyssum. Í dag eru um 13 slíkar B 17 vélar í flughæfu ástandi. Ein þeirra hefur hlotið nafnið Liberty Belle hafði viðkomu hér á leið sinni á flugsýningu á Englandi en þetta mun reyndar vera fyrsta ferð hennar yfir hafið þar sem hún var framleidd í lok stríðsins og var aldrei send til Evrópu til herþjónustu.

Það er engin miðstöð um borð og einangrun engin og því er mjög kalt um borð fyrir hina 10 manna áhöfn sem flýgur vélinni frá Reykjavíkur til Prestwick á Skotlandi og þaðan á flugsýningu í Duxtford á Englandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert