Þurfa að passa að fylla ekki firðina

„Við sjáum að sjóstangveiðin hefur umtalsverð veltuáhrif enda hefur hún áhrif á þjónustuna á viðkomandi stað og ýmis störf skapast í kringum hana. Þá hafa auðvitað verið gerðar miklar fjárfestingar í kringum iðnaðinn og við vitum ekki alveg hve langur tími líður þar til þær borga sig til baka,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði.

Mikill vöxtur hefur verið í sjóstangveiði á Vestfjörðum frá því hún varð hluti af ferðaþjónustu árið 2006. Talið er að um 3.000 erlendir ferðamenn heimsæki Vestfirði í sumar í þeim tilgangi að fanga fisk úr úthafinu.

„Þeir voru um 2.000 í fyrra. Skýringin er eflaust sú að þá veiddist svo rosalega mikið af lúðu hérna. Því koma margir veiðimenn hingað í ár,“ segir Elías Guðmundsson hjá sjóstangveiðifyrirtækinu Hvíldarkletti ehf.

Sjóstangveiði getur þó verið óstöðugur atvinnuvegur enda misjafnt hvert straumur veiðimanna liggur. „Hér þarf að passa að ekki gerist það sama og í Noregi. Þar fylltust smám saman allir firðir af bátum og þá misstu veiðarnar allan sjarma. Þá misstu þeir viðskiptin. Við þurfum að passa að þetta gerist ekki hérna,“ segir Shiran Þórisson hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Hin mikla ásókn til Vestfjarða hefur margvísleg efnahagsleg áhrif. „Það er mjög erfitt að mæla veltu í ferðaþjónustu en við teljum okkur sjá áhrifin vel. Þau eru einnig afleidd – Flugfélag Íslands hefur til að mynda verið að fljúga aukalega hingað með ferðamenn. Þá höfum við einnig heyrt að erlendir ferðamenn haldi nánast uppi allri þjónustu í verslunum á Suðureyri,“ segir Halldór bæjarstjóri.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »