Engar umferðartafir við Straumsvík

mbl.is/júlíus

Fjórir til fimm liðsmenn samtakanna  Saving Iceland eru enn hlekkjaðir við hlið að álverinu í Straumsvík. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa aðgerðir fólksins ekki valdið neinum umferðartöfum og sér lögregla því ekki ástæðu til að hafa afskipti af fólkinu. Um fimmtán liðsmenn samtakanna munu vera á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum Saving Iceland eru aðgerðirnar liður í mótmælaaðgerðum þeirra vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar, nýrra álvera og eyðileggingar íslenskrar náttúru fyrir raforkuframleiðslu. Einnig vilji samtökin með þeim fordæma samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert