Vetnisvæddi mótorhjólið

Sveinn Hrafnsson á mótorhjólinu góða.
Sveinn Hrafnsson á mótorhjólinu góða.

Sveinn Hrafnsson, starfsmaður hjá Air Atlanta í London, hefur vakið athygli í enskum fjölmiðlum fyrir vetnistilraun sem hann gerði á sínu eigin Harley Davidson-mótorhjóli í þágu orkusparnaðar hjá fyrirtækinu. Hann byggði á hugmynd frá seinna stríði en þekkt er að Spitfire- og Mustang-herflugvélar voru búnar vetnis-/bensínmótor til að spara bensínið og fækka áfyllingum.

Hjá Air Atlanta hefur farið fram umræða um hvernig megi spara eldsneytið á flutningabíla fyrirtækisins sem daglega aka um 300 km.

Brá Sveinn á það ráð að prófa vetnishugmyndina og notaði Harleyinn sem tilraunadýr. „Ég var mjög ánægður með útkomuna, hjólið brennir bensíninu mun betur fyrir vikið og auk þess er það kraftmeira,“ segir hann.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert