Handboltinn bjargaði honum

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Ísland spilar um gullið á Ólympíuleikunum í handbolta. Langþráður draumur er orðinn að veruleika og íslenska þjóðin er að springa úr stolti yfir „strákunum sínum“. Einn þeirra, Björgvin Páll Gústavsson, yngsti leikmaður liðsins, hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu í markinu.

Í dag er hann þjóðhetja en í æsku höfðu fáir trú á því að nokkuð yrði úr honum. Móðir Björgvins, Linda Björg Finnbogadóttir, lýsir því hvernig hún barðist fyrir syni sínum á yngri árum og neitaði að láta hann á lyf við ofvirkni. Kerfið krafðist þess en móðureðlið og þrjóskan hafði betur.

„Ég var orðin vön því að heyra alls kyns leiðindaathugasemdir útundan mér um Björgvin Pál. Eins og: „Þessi á bara eftir að lenda í ræsinu“, „Það verður ekkert úr honum“ og fleira í þessum dúr,“ segir Linda Björg Finnbogadóttir, móðir Björgvins Páls.

„Björgvin Páll var mjög óþekkur í æsku og átti erfitt með að hemja skap sitt. Svo var hann stór eftir aldri og það voru gerðar meiri kröfur til hans vegna stærðarinnar. Fólki fannst hann vera miklu eldri en hann var. Í skólanum tók hann upp á ýmsu, var ódæll og lenti í slagsmálum, eins og stráka er háttur.

Í 24 stundum í dag kemur fram hvernig Björgvini Páli tókst að yfirvinna þetta.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert