Nokkur óveðursútköll

Talsvert foktjón er í nýbyggingu í Mosfellsbæ
Talsvert foktjón er í nýbyggingu í Mosfellsbæ mbl.is/Sigurður Grímsson

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í morgun sinnt nokkum beiðnum um aðstoð vegna veðurs. M.a. losnaði klæðning af fjölbýlishúsi við Prestastíg í Grafarholti og þak af húsi í Gnoðarvogi og trampólín hafa fokið í görðum.

Einnig hafa borist aðstoðarbeiðnir frá Hafnarfirði og Ísafirði þar sem flotbryggja losnaði úr festum sínum.
 
Björgunarsveitin Sveinungi  í Borgarfirði eystra og björgunarsveitin Hérað eru nú á leið í Stóru urð í Dyrfjöllum til að sækja tvo franska göngumenn sem eru í vandræðum vegna veðurs. Ekki er vitað til að neitt ami að þeim og eru þeir í símasambandi.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert