Matthías Johannessen: Málið er úr sögunni

Guðjón Friðriksson
Guðjón Friðriksson


„Ég bauð Guðjóni Friðrikssyni að setja athugasemd hans á vefsíðu mína, matthias.is, og vísa í hana úr dagbókarfærslunni. Hann samþykkti það og er því full sátt okkar á milli og málið úr sögunni. Ég fagna þeirri niðurstöðu,“ segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, hafði farið þess á leit við Matthías að hann fjarlægði rangar staðhæfingar um sig á vefsíðunni matthias.is.
„Matthías hringdi í mig og við ræddum saman. Ég ætla að skrifa athugasemd sem fer inn á síðuna og ég er sáttur við þá niðurstöðu, málið er því leyst,“ segir Guðjón.

Í dagbókarfærslum sínum á netinu, á slóðinni matthias.is, skrifar Matthías um að Guðjón hafi lækkað einkunn Jóhönnu Eiríksdóttur, þá nemanda í Ármúlaskóla, úr 9 niður í 4 fyrir ritgerð sem hún skrifaði um ljóð Matthíasar.

Vísar Matthías í samtal sem hann átti við Jennu Jensdóttur rithöfund í október 1998. Guðjón neitar því að hafa kennt í Ármúlaskóla. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Guðjón hafa kennt í Laugalækjarskóla frá 1970-1972 og eftir það hafið störf við Menntaskólann á Ísafirði.

Grein Guðjóns er hægt að lesa hér 

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu á morgun.  

Matthías Johannessen
Matthías Johannessen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert