900 byggingum slegið á frest

Byggingafyrirtækið Eykt sem ætlaði að reisa níuhundruð hús, norðan Suðurlandsvegar og austan Varmár í Hveragerði hefur nú frestað áformum sínum  um eitt og hálft ár vegna niðursveiflu í efnahagslífinu. Gert var ráð fyrir að hefja framkvæmdir I byrjun næsta árs.  Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir þetta vissulega áfall fyrir bæjarfélagið en þó beri að líta til þess að skipulagsvinnu hafi seinkað. Hún segir ástandið á byggingamarkaði fyrst og fremst áfall fyrir þjóðfélagið allt.

Stjórnendur bæjarins hafa ráðist í markaðsátak til að kynna kosti þess að búa í bænum og láta þvi engan bilbug á sér finna. Innan skamms hefjast reglulegar ferðir strætisvagna milli Hveragerðis og Reykjavíkur. Sami miðinn mun einnig gilda í leiðarkerfi Strætó bs og reyndar verður hægt að ferðast alla leið á Akranes með því að nota skiptimiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert