Margrét: Nýtt afl meðal Frjálslynda

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir. Kristinn Ingvarsson

„Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ég var að reyna að segja þetta, “ segir Margrét Sverrisdóttir sem gekk úr Frjálslynda flokknum eftir varaformannsslag við Magnús Þór Hafsteinsson fyrir tveimur árum. Þá sagði Margrét að Nýtt afl væri að reyna að leggja undir sig Frjálslynda flokksins og það telur hún nú vera að rætast. Margrét telur skilning Kristins H. Gunnarssonar þingflokksformanns sem miðstjórnin vill víkja alveg hárréttan.

„Ég skil bara ekki hvernig Guðjón Arnar bregst við þegar fram kemur tillaga á miðstjórnarfundi sem er ótæk. Sigurjón Þórðarson, sem íhugar formannsframboð í Frjálslynda flokknum telur Kristin fara með rugl og ósannindi. Sjálfur segist Sigurjón vilja frið og hann neitar því að hann sé í bandalagi við Jón Magnússon og Magnús Þór um að koma formanninum frá. Kristinn hafi komið sér þannig í flokknum að hann óttist allar breytingar. Sigurjón vill frekar sjá Jón Magnússon í sæti þingflokksformans. „Kristinn hangir í Guðjóni Arnari eins og bjarghring.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert