Sóknarfæri að selja virkjanir

Séð yfir Hálslón og Kárahnjúkastíflu.
Séð yfir Hálslón og Kárahnjúkastíflu. mbl.is/Helgi Garðarsson

„Sóknarfæri gætu til að mynda verið í því að selja einkaaðilum Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein, sem Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, ritar í Morgunblaðið í dag.

„Það væri ekki varanlegt framsal heldur rekstur Kárahnjúka seldur á leigu með samningum við Alcoa til 40 ára og aðrar virkjanir til 20-30 ára eftir atvikum en þá fengi ríkið þær að nýju til rekstrar eða endurútboðs. Líkanið að þessu er að finna í því samkomulagi sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking náðu í orkumálum sl. vetur, sem undirstrikar það áhersluatriði jafnaðarmanna að auðlindirnar séu í almannaeign en opnar fyrir einkarekstur virkjananna sjálfra,“ segir Helgi einnig í grein sinni.

Hann segir að eftir sem áður ræki Landsvirkjun nægilega margar virkjanir til að framleiða fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, önnur en í stóriðju.

Þannig væru almannahagsmunir tryggðir um leið og ríkið hætti að reka orkuframleiðslu fyrir alþjóðleg málmfyrirtæki, enda standi engin rök til þess að ríkið reki slíka þjónustu við stóriðju.

Helgi segir að sala virkjana með þessum hætti geti orðið hvati til frekari framrásar í orkuiðnaði og útrás með tilkomu nýrra fjárfesta og fyrirtækja.

Kárahnjúkavirkjun áður en byrjað var að safna í Hálslón
Kárahnjúkavirkjun áður en byrjað var að safna í Hálslón mbl.is/ÞÖK
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert