Fylgja kröfum eftir með aðgerðum ef þarf

Á aðalfundi Læknafélags Íslands (LÍ) í dag var lýst yfir áhyggjum af þróun sem nú er hafin ef laun lækna verða ekki samkeppnishæf við laun lækna í nágrannaríkjum. „Fullur stuðningur er við það meðal lækna að fylgja kröfum sínum eftir með aðgerðum ef nauðsyn krefur,“ segir m.a. í tilkynningu frá félaginu.

Félagið ákvað á fundinum að lýsa yfir stuðningi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að laun séu í samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð í starfi. Í tilkynningufélagsins segir að gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu byggi ekki síst á framúrskarandi menntun og metnaði íslenskra lækna. „Því er ekki að treysta að íslenskir læknar snúi heim til Íslands í framtíðinni eftir langt nám á erlendri grundu ef þeim er mætt af óbilgirni og ætlast er til meiri kjaraskerðingar af þeim en öðrum stéttum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert