Evran ekki á dagskrá

Evran og Evrópusambandið er ekki á dagskrá núna að mati forystumanna stærstu stjórnmálaflokkanna. Formaður VG útilokar þó ekki að afstaða flokksins til Evrópubandalagsins kunni að breytast í framtíðinni þegar búið sé að vinna úr þeim ósköpum sem gangi á. Það geri menn þó ekki í stríðinu miðju.

Ekki eigi að blanda aðild að Evrópusambandinu saman við málefni líðandi stundar og leysi ekki þann vanda sem nú sé uppi í efnahagslifinu.

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins, segir að sinn flokkur sé sammála um að vera ósammála um þetta atriði. Hann hafi sjálfur miklar efasemdir nú sem fyrr enda sé ekki rétti tíminn til að sækja um þegar þjóðin sé veik fyrir.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra segir engra tíðinda af vænta af Evrópusambandinu innan úr ríkisstjórninni.  Afstaða Sjálfstæðisflokksins sé öllum ljós og það sé ekki útlit fyrir nein veðrabrigði.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert