Norðmenn fylgjast grannt með

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Reuters

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hafði í kvöld samband við Geir Haarde, forsætisráðherra Íslands, og ræddi við hann um efnahagsástandið á Íslandi. Stoltenberg sagði að Norðmenn fylgdust grannt með þróun þessara mála og það væri táknrænt fyrir náið og sögulegt samband þjóðanna.

Stoltenberg segir  að þeir Geir hafi rætt saman í maí í vor en þá hafi staðan á Íslandi þegar verið orðin alvarleg. Í kjölfarið á því hafi íslenski og norski seðlabankinn gert gjaldeyrisskiptasamning um aðgang að 500 miljónum evra og Íslendingar gerðu einnig samskonar samninga við seðlabanka Danmerkur og Svíþjóðar.

Stolteberg segir, að þessi samningur hafi ekki verið virkjaður enn og Geir hafi ekki sagt að það væri aðkallandi að gera það nú. Hann hefði hins vegar lagt áherslu á, að þessi samningur veitti öryggi þótt hann yrði ekki virkjaður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert