Ein kona í skilanefndum yfir bönkunum

Höfuðstöðvar Landsbankans í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Reykjavík. Árni Sæberg

Femínistar hafa hist til að ræða kreppuna og krefjast þess að kynjasjónarmið verði samþætt allri ákvarðanatöku í fjármálum héðan í frá. „Konur hafa verið fjarverandi í fjármálageiranum, sem afneitaði kvenlegum gildum því þau eru hamlandi,“ segir Sóley Tómasdóttir.

„Samfélagslegur ávinningur var ekki stefna þeirra sem tóku mikla áhættu til að græða hratt sjálfir.“ Femínistar átelja að nú eftir hrun skýjaborganna sé helst talað við karlana sem sköpuðu forsendurnar, við útrásarstrákana sjálfa og við sérfræðinga sem tóku þátt í spilinu. „Sömu karlarnir sem gerðu öll mistökin vilja nú leysa málið einir. Það er ein kona í neyðarskilanefnd yfir bönkunum, en níu karlar.“ Tækifærið er núna til að vinna samkvæmt alþjóðasáttmálum, femínistar munu ekki sitja undir því sem nú er að gerast. Sóley telur að einmitt nú sé rétti tíminn til að breyta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert