580 milljarða lán frá Bretum

Batna samskiptin á ný?
Batna samskiptin á ný? Reuters

Breska fjármálaráðuneytið leggur nú lokahönd á áætlun
um þriggja milljarða punda lán til íslenskra stjórnvalda. Það eru tæpir 600 milljarðar íslenskra króna. Þetta kemur fram á vefsíðu The
Financial Times. Blaðið segir lánið hugsað til að gera íslenska ríkinu kleift að standa við skuldbindingar gagnvart sparifjáreigendunum sem áttu fjármuni á Icesave reikningunum þar í landi.

Blaðið hefur eftir íslenskum embættismönnum að aðalmarkmið bresku sendinefndarinnar sem væntanleg er til Íslands innan skamms verði að ganga frá skilmálum vegna lánsins.

Jafnframt segir að lánið verði vonandi til þess að bæta samskipti þjóðanna á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert