Fjögur taka prestvígslu

Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Prestsvígsla verður í Dómkirkjunni á sunnudaginn, allra heilagra messu,  klukkan 11. Þar mun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígja fjóra kandidata í guðfræði til prestsþjónustu í Þjóðkirkjunni.

Preststenin eru Árni Svanur Daníelsson, sem kallaður er til prestsþjónustu á Biskupsstofu að trúfræðslu á vefnum með sérstakar skyldur við Dómkirkjuna í Reykjavík, Elína Hrund Kristjánsdóttir sem sett hefur verið sóknarprestur í Reykhólaprestakalli í Vestfjarðarprófastsdæmi, Hjörtur Pálsson sem ráðinn hefur verið sérþjónustuprestur á Biskupsstofu til afleysingaþjónustu með sérstakar skyldur við Hóladómkirkju, og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir sem kölluð er til prestsþjónustu á Biskupsstofu að samkirkjumálum með sérstakar skyldur við Dómkirkjuna í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert