Fundað með hagsmunaaðilum vegna taps í peningamarkaðssjóðum

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu talsmanns neytenda að Höfðaborg 2. …
Fundurinn verður haldinn á skrifstofu talsmanns neytenda að Höfðaborg 2. hæð, Borgartúni 21 í Reykjavík. mbl.is/Golli

Talsmaður neytenda hefur ákveðið að bjóða fulltrúum allra hagsmunaaðila vegna taps í peningamarkaðssjóðum og sambærilegum sjóðum til fundar kl. 11 mánudaginn 3. nóvember nk. til skrafs og ráðagerða um réttarstöðu og hugsanleg réttarúrræði - neytenda sem annarra.

„Í kjölfar þess að Landsbankinn (NBI hf.) hefur ákveðið og tilkynnt útgreiðsluhlutfall - tæp 70% - úr peningamarkaðssjóði bankans hefur talsmaður neytenda ákveðið að boða til fundar meðal stjórnenda eða löglærðra fulltrúa helstu hagsmunaaðila í því skyni að fulltrúar tjónþola - neytenda sem annarra - geti stillt óformlega saman strengi sína varðandi réttarstöðu og tiltæk réttarfarsúrræði. Þess má vænta að nýju ríkisbankarnir Glitnir og Kaupþing komist fljótlega að niðurstöðu varðandi útgreiðsluhlutfall til sjóðfélaga - og þar með tap þeirra. Þá liggur ekki fyrir með hvaða hætti stjórnvöld muni hugsanlega leitast við að bæta væntanlegt tap í þessu efni,“ segir á heimasíðu talsmannsins.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu talsmanns neytenda.

mbl.is