Sjálfstæðisflokkurinn líti í eign barm

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Það gengur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stýrt hefur landinu í 17 ár, ætli að koma sér algerlega hjá því að líta í eigin barm, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í dag. Þótti honum skorta á heilbrigða sjálfsgagnrýni, enda væri endalaust hamrað á því að kreppan hér á landi kæmi frá útlöndum. „Höfuðábyrgðin á því sem hefur gerst á Íslandi hvílir á herðum Íslendinga sjálfra,“ sagði Steingrímur en viðurkenndi að hinar alþjóðlegu þrengingar hefðu gert illt verra.

Steingrímur gagnrýndi mismunandi skilaboð frá ráðherrum og öðrum stofnunum. Tók hann sem dæmi misvísandi yfirlýsingar þriggja ráðherra um hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi sett skilyrði um stýrivaxtahækkun eða ekki. Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki hafa staðið sig í stykkinu við að koma traustum upplýsingum til almennings. Þjóðin ætti heimtingu á að fá upplýsingar um hvað væri að gerast.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert